Færsluflokkur: Samgöngur

Ástandið í Bangkok

Hingað til hafa það verið náttúruhamfarir, veður eða verkföll sem tefja mann frá því að fljúga, en þetta er í fyrsta skipti sem óeirðir hafa stoppað mig af í því að fljúga. Ég á nefnilega bókað flug heim frá Bangkok í kvöld með SAS, en það varð ljóst strax í gærkvöldi að það yrði nú ekki af því flugi.

Holberg og félagar hans á flugvellinum eru væntanlega núna á leið í rútum frá flugvellinum, en nú í eftirmiðdaginn var byrjað að aðstoða þá 3-4000 farþega sem urðu strandaglópar úti á flugvellinum í að komast þaðan. Ekki hefur þó komið fram hvert átti að fara með fólkið, en eflaust þarf það sjálft að útvega sér gistingu. Það er reyndar nóg af henni að hafa hér í Bangkok og svo má ekki gleyma að þeir sem voru á leiðinni hingað til Bangkok hafa jú heldur ekki komist neitt þannig að þeirra herbergi sitja ónotuð.

Nýjustu fréttir héðan eru þær að stór hópur mótmælenda er á leið á Don Muang flugvöllinn, en það er innanlandsflugvöllurinn hér í Bangkok. Það hafa reyndar verið mótmæli þar í gær og dag líka en þau eru víst eitthvað að aukast (talað um að mótmælendur hóti að "berjast"). Þar er ríkisstjórnin búin að setja upp tímabundnar skrifstofur síðan að mótmælendur lokuðu aðganginum að aðalbyggingum ráðuneytana fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Ég fór reyndar niður í hverfið þar sem ráðuneytin eru fyrr í dag, en þar eru Sameinuðu Þjóðirnar einnig með sínar aðalstöðvar. Þar var frekar rólegt miðað við oft áður, sennilega þar sem aðal átökin höfðu færst yfir á flugvöllinn.

Yfirmaður hersins var fyrir stundu að hvetja ríkisstjórnina til þess að segja af sér. Má segja að það hafi verið nokkurs konar "mjúk hallarbylting". Þeir tóku síðast völdin 2006 en þá var einmitt mági núverandi forsetisráðherra steypt af stóli. Síðan héldu þeir kosningar og sami flokkur náði aftur völdum svo mótmælin byrjuðu aftur...

Spurning hvort maður vakni upp á morgun með skriðdreka á götunum...


mbl.is Íslendingur gagnrýndi mótmælendur í Bangkok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband