Annað skipti sem þessi tækni er notuð

Þetta er í annað skiptið sem þessi fyrirtæki aðstoða við að leita að týndum einstakling með því að nota þessa tækni. Fyrsta skiptið var í febrúar síðastliðnum þegar þekktur tölvunarfræðingur að nafni Jim Gray hvarf á skútu sinni sem hann sigldi út frá höfninni í San Fransisco. Jim var mjög virtur innan tölvugeirans, enda er hann talinn höfundur tækni sem liggur á bakvið hraðbanka og stórra gagnagrunna eins og þeirra sem notaðir eru í Google Earth og Amazon.

Sem leitarstjórnandi er áhugavert að sjá hvernig verið er að nýta tæknina til þess að framkvæma jafn flókna hluti eins og að leita að lítilli flugvél á stóru svæði. Það er einnig gaman að sjá hvernig stórfyrirtæki eru tilbúin að lána búnað sinn í svona leitir. Spurningin er bara hvenær þetta verður hægt við almennar leitir en ekki bara leitir að þekktum einstaklingum.


mbl.is Leitað að Steve Fossett með aðstoð Google Earth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband