Frá Ground-Zero

Ég sit þessa stundina fyrir utan stjórnstöð almannavarna í Galveston. Er þar sem hluti af teymi frá Microsoft sem sent var á svæðið til þess að aðstoða. Var staddur á æfingu hjá Sameinuðu Þjóðunum í skóglendi í Noregi þegar kallið kom og tók því við um 15 tíma flug til Dallas og svo keyrði ég í 5 1/2 tíma í gærkvöldi/gærnótt til þess að komast á svæðið. Eftir því sem maður kom sunnar þá fóru áhrif Ike að verða augljósari. Á mörgum stöðum sunnan við Houston var lítið um bensín en sem betur fer tókst mér að fylla á bílinn eftir að hafa beðið um 45 mínútur á einni af fáum bensínstöðum á svæðinu.

Á leiðinni frá Houston til Galveston voru fáir á ferli aðrir en flutningabílar að koma með rafmagns- og símakappla, díselvélar og ýmislegt annað sem verið er að nota til þess að koma grunnþjónustu aftur á.

Lögreglan stoppaði alla sem reyndu að komast inn á sjálfa Galveston eyju. Sem betur fer höfðum við fengið sérstakt leyfi hjá FEMA og yfirmönnum almannavarna í Galveston til þess að koma með okkar fólk inn. Um leið og maður keyrði yfir brúnna sem tengir Galveston eyju við meginlandið fór maður að taka eftir eyðileggingunni jafnvel þó að um miðja nótt væri að ræða. Brotnir bátar og ýmislegt rusl var í vegakanntinum.

Um leið og maður kom inn á sjálfa eyjuna var augljóst hvílíkur kraftur hafði verið að verki. Hús höfðu splundrast, rafmagnsstaurar höfðu spænst upp og bílar og bátar láu eins og hráviður út um allt. Einnig var ekkert rafmagn á einstaka stað sem hafði díselvélar. Minningar frá því fyrr í sumar þegar ég fór á skjálftasvæðin í Kína fóru í gegnum hugan.

Microsoft DART 035

Þar sem klukkan var orðin 2 að nóttu þá lá leiðin að Holliday inn sem er beint á ströndinni út að Karabíska hafinu - alveg við varnarvegginn sem stóðst mest af álaginu frá flóðinu sem komst. Þetta hótel er við hliðina á San Luis hótelinu sem almannavarnir hafa notað sem stjórnstöð frá því áður en Ike skall á. Grunnurinn á hótelinu er gömul bygging frá sjóhernum og því byggt til að standast mikið álag. Þar stóðu flestir af sér óveðrið af þeim viðbragðsaðilum sem voru á svæðinu meðan Ike gékk yfir. Þegar ég kom að hótelinu var allt lokað og fór ég því að leita að leið inn. Innan við mínútu eftir að ég kom þangað kom lögreglan á svæðið og tékkaði á mér, enda útgöngubann í gildi. Ég skýrði út fyrir þeim ástæðuna fyrir því að ég væri þarna og fékk þá að halda áfram för minni óáreittur. Sem betur fer var hliðarhurð opin svo ég komst inn og gat vakið kollega minn sem var með lykla að herbergi fyrir mig. Herbergið var rafmagnslaust og ekkert starfsfólk til að búa um en ég var nú samt glaður að þurfa ekki að sofa í bílnum Grin

Í morgun vaknaði ég og var glaður að sjá að vatn var á hótelinu svo hægt væri að þvo af sér smá af ferðalaginu áður en maður færi á fullt að vinna. Dagurinn var tekinn snemma - byrjuðum kl. 7 á því að vera í sambandi við almannavarnir á svæðinu. Ákveðið var að hitta þá um 9 leytið. Við nýttum því tímann um morguninn í að skipuleggja daginn og þau sem höfðu verið hér síðan um helgina fóru yfir hvað þau höfðu gert hérna hingað til.

Okkar verkefni hér hefur aðallega falist í því að koma tímabundnum netsambandi á fyrir almannavarnir. Microsoft er með stórar rútur útbúnar með tölvum og fjarskiptabúnaði sem venjulega eru notaðar til að halda sölukynningar. Undanfarin ár hafa þessar rútur verið sendar á hamfarasvæði til þess að koma á netsambandi og gefa fólki kost á að komast á netið, sérstaklega til þess að senda inn tilkynningar um skemmdir til FEMA og til þess að skrá sig í kerfi sem starfsmenn Microsoft skrifuðu fyrir Ameríska Rauðakrossinn og kallast Safe and Well (www.safeandwell.org). Ein af þessum rútum hefur verið fyrir framan San Luis hótelið frá því á mánudaginn og er þráðlaust net í henni sem er tengt í gegnum gervihnött við Internetið.

Fyrstu tvo dagana voru það aðallega starfsmenn Galveston sem nýttu nettenginguna til þess að koma upplýsingum til FEMA og annara viðbragðsaðila. Í gærkvöldi tókst að koma nettengingunni á bæjarskrifstofunni í gang og hafa þeir því flestir nýtt hana í dag. Í staðinn hefur verið stöðugur straumur hjá okkur af starfsfólki hótelanna tveggja (en þar búa flestir viðbragðsaðilar). Einnig hefur nokkuð verið um að íbúar sem fóru ekki af svæðinu hafa komið og skráð upplýsingar um sig og sína inn í kerfi FEMA og Ameríska Rauða Krossins.

Ég verð hér fram á sunnudag og mun reyna að setja fleiri myndir inn á bloggið svo að fólk fái smá hugmynd um það hvernig ástandið er. Ég mun einnig skrifa um hvað fleira við erum að gera eftir því sem dagarnir líða. 

 UPPFÆRSLA: Bætta við nokkrum myndum á http://gislio.blog.is/album/galveston__hurricane_ike_2008/ - mun setja fleiri þangað þegar netsambandið verður stabílla.


mbl.is Fórnarlömbum Ike fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ lof. Gaman að lesa bloggið;O)

 Hlakka til að sjá þig í næstu viku

sonja (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband