Bill Gates og Consumer Electronics Show

Nú um síðustu helgi hélt Bill Gates kynningu á hinni árlegu Consumer Electronic Show (CES) sýningu sem haldin er í Las Vegas. Þar kynnti hann marga sniðuga hluti eins og netþjóna fyrir heimilið, netsjónvarp (IPTV) í gegnum XBOX 360 og auðvitað Windows Vista og Office 2007 sem koma út í lok mánaðarins. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að horfa á kynningu á sérstakri vefsíðu sem Microsoft setti upp í tilefni CES.

Þetta er í 10 sinn sem Bill heldur opnunarkynningu ráðstefnunnar. Hann staðfesti það í upphafi kynningarinnar að hann mun endurtaka leikinn á næsta ári. En það verður hans síðasta opnunarkynning CES, nema eins og hann orðaði það "stjórnendur CES vilji að ræðan snúist um smitsjúkdóma". Þarna er hann auðvitað að vitna í það að árið 2008 mun Bill hætta störfum hjá Microsoft og einblína á góðgerðastofnunina sína. 


Um bloggið

Þankagangar um tölvur og tækni

Hér verður fjallað um ýmsa hluti sem tengjast tölvum og tækni

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband