Færsluflokkur: jarðskjálftar
15.6.2008 | 14:20
Ferð á skjálftasvæðin í Kína
Um leið og maður fer nær upptökum skjálftanna má sjá hvernig eyðileggingin eykst jafnt og þétt. Þó er merkilegt að sjá hvernig eitt og eitt hús inn á milli hefur gjörsamlega hrunið meðan önnur allt í kring hafa staðist skjálftana. Það er einmitt þetta sem foreldrar barna sem dóu í skólum sem hrundu eru að mótmæla hér þessa dagana.
Þarna eru líka allir með tjöld fyrir utan húsin sín og margir sofa enn í þeim af ótta við eftirskjálfta.
Um leið og komið er upp í bæina í fjallahéruðunum eykst eyðileggingin til muna. Þar hættir maður að telja húsin sem hafa hrunið og telur þess í stað þau sem eftir standa. Þarna stendur varla neitt eftir. Fjöllin eru þakin "sárum" eftir skriður sem hafa fallið í jarðskjálftunum. Vegir eru mjög illa farnir og brýr oft búnar að hrynja svo að maður verður að fara yfir bráðabirgðabrýr sem herinn hefur sett upp.
Ferð inn á þessi svæði skilur mann eftir gjörsamlega í losti. Maður skilur ekki hversu rosalegur kraftur hefur leyst úr læðingi og þurrkað út tugi þúsunda manna á nokkrum sekúndum. En á sama tíma er líka mjög uppliftandi að sjá hið öfluga uppbyggingar- og hreinsunarstarf sem er hafið. Það er líka rosalegur samhugur í Kínversku þjóðinni. Það eru allir tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að aðstoða þá sem illa urðu úti. Það er margt sem hægt er að læra af Kínverjum í þeirra viðbragði við þessum skelfilegu atburðum.
Fleiri myndir frá svæðinu má finna á þessari síðu
Um leið og komið er upp í bæina í fjallahéruðunum eykst eyðileggingin til muna. Þar hættir maður að telja húsin sem hafa hrunið og telur þess í stað þau sem eftir standa. Þarna stendur varla neitt eftir. Fjöllin eru þakin "sárum" eftir skriður sem hafa fallið í jarðskjálftunum. Vegir eru mjög illa farnir og brýr oft búnar að hrynja svo að maður verður að fara yfir bráðabirgðabrýr sem herinn hefur sett upp.
Ferð inn á þessi svæði skilur mann eftir gjörsamlega í losti. Maður skilur ekki hversu rosalegur kraftur hefur leyst úr læðingi og þurrkað út tugi þúsunda manna á nokkrum sekúndum. En á sama tíma er líka mjög uppliftandi að sjá hið öfluga uppbyggingar- og hreinsunarstarf sem er hafið. Það er líka rosalegur samhugur í Kínversku þjóðinni. Það eru allir tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að aðstoða þá sem illa urðu úti. Það er margt sem hægt er að læra af Kínverjum í þeirra viðbragði við þessum skelfilegu atburðum.
Fleiri myndir frá svæðinu má finna á þessari síðu
jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þegar neyðin er stærst...
Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar