Færsluflokkur: jarðskjálftar

Ferð á skjálftasvæðin í Kína

Mynd frá Dujiangyan - athugið hvernig neðsta hæðin er skökkUndanfarna daga hef ég verið staddur á jarðskjálftasvæðunum í Sichuan héraði í Kína þar sem jarðskjálfti upp á 8.0 reið yfir fyrir réttum mánuði síðan. Það er vissulega athyglisvert fyrir okkur sem hrærumst í þessum geira að skoða hversu rosalegar skemmdir hafa orðið á þessu svæði sem um 15 milljón manns búa á. Í stórborginni Chengdu þar sem um 11 milljónir búa og er í um 120 km fjarlægð frá upptökum skjálftanna urðu skemmdirnar sem betur fer mjög litlar, en fólk er samt mjög skelkað ennþá í dag og má í því sambandi nefna að allar byggingar hærri en 10 hæðir eru með flestar efstu hæðirnar lokaðar ennþá.
Um leið og maður fer nær upptökum skjálftanna má sjá hvernig eyðileggingin eykst jafnt og þétt. Þó er merkilegt að sjá hvernig eitt og eitt hús inn á milli hefur gjörsamlega hrunið meðan önnur allt í kring hafa staðist skjálftana. Það er einmitt þetta sem foreldrar barna sem dóu í skólum sem hrundu eru að mótmæla hér þessa dagana.Mynd frá Pengzhou Þarna eru líka allir með tjöld fyrir utan húsin sín og margir sofa enn í þeim af ótta við eftirskjálfta.

Um leið og komið er upp í bæina í fjallahéruðunum eykst eyðileggingin til muna. Þar hættir maður að telja húsin sem hafa hrunið og telur þess í stað þau sem eftir standa. Þarna stendur varla neitt eftir. Fjöllin eru þakin "sárum" eftir skriður sem hafa fallið í jarðskjálftunum. Vegir eru mjög illa farnir og brýr oft búnar að hrynja svo að maður verður að fara yfir bráðabirgðabrýr sem herinn hefur sett upp.

Ferð inn á þessi svæði skilur mann eftir gjörsamlega í losti. Maður skilur ekki hversu rosalegur kraftur hefur leyst úr læðingi og þurrkað út tugi þúsunda manna á nokkrum sekúndum. En á sama tíma er líka mjög uppliftandi að sjá hið öfluga uppbyggingar- og hreinsunarstarf sem er hafið. Það er líka rosalegur samhugur í Kínversku þjóðinni. Það eru allir tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að aðstoða þá sem illa urðu úti. Það er margt sem hægt er að læra af Kínverjum í þeirra viðbragði við þessum skelfilegu atburðum.

Fleiri myndir frá svæðinu má finna á þessari síðu

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband