Flóðbylgja skellur á Salómonseyjum.

Enn er óljóst hversu margir hafa látist eftir að flóðbylgja skall á vesturhluta Salómonseyja. Um 5 metra há flóðbylgja skall á nokkrum eyja í þessum eyjaklasa og eru tilkynningar um að flóðbylgjan hafi farið allt að 200 metra upp á land.

Samskipti við eyjurnar sem flóðbylgjan skall á eru mjög slitrótt og má því búast við að tala látinna og slasaðar muni hækka þegar fram líður.

Jarðskjálftinn var 8.0 á Richter og átti upptök sín á 10 km dýpi um 43 km frá bænum Gizo þar sem um 60 hús eru sögð hafa hrunið. Bæjarbúar höfðu einungis nokkrar mínútur til þess að forða sér eftir að jarðskjálftinn skók allt og þar til flóðbylgjan skall á. Jarðskjálftinn sjálfur er sagður hafa staðið í um 2 mínútur.

Viðbragðsaðilar innan SÞ og ýmissa landa fylgjast með og beðið er nákvæmari upplýsinga.


mbl.is Öflugur jarðskjálfti og flóðbylgja á Salómonseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband