19.11.2008 | 20:35
Misvísandi fréttir af jarðskjálftum
Það er ansi algengt að fréttamiðlarnir fjalli um jarðskjálfta sem eiga sér stað víða um heim. Oft er talað um sterka og snarpa jarðskjálfta, sem samt eru ekki nema 3-4 á Richter. Eftir flóðbylgjuna miklu 2005 er líka mjög algengt að fjallað sé um hætturnar á flóðbylgjum. Gott dæmi er að í þessari frétt er talað um að ekki sé talin ástæða til að gefa út viðvörun. Ástæðan er reyndar voða einföld. Sé staðsetning skjálftan skoðuð þá má sjá að hann átti sér stað á landi en ekki í sjó...
Það þarf líka ansi sterka skjálfta til þess að flóðbylgjur sem eru meira enn 10-20 cm háar myndist. Þar er oft horft á að styrkurinn sé amk. 7 á Richter. Flóðbylgjan mikla árið 2005 kom þegar jarðskjálfti upp á 9.1 á Richter átti sér stað. Það er mikilvægt að muna að á milli hverrar heillar tölu á Richter skalanum er 100 faldur munur í afli. Sem betur fer koma jarðskjálftar af þessari stærð ekki mjög oft. Síðasta "almennilega" flóðbylgja sem átti sér stað var 2007 þegar Salamónseyjar urðu fyrir skjálfta sem var nálægt 8 á Richter.
Á hverjum degi eiga sér stað amk. 10 skjálftar sem eru á bilinu 5-6 á Richter. Fæstir þessara skjálfta valda nokkru tjóni. Það er einna helst ef slíkur skjálfti verður þar sem hús eru mjög illa byggð og ekki er gert ráð fyrir skjálftum. Í fyrra var til dæmis skjálfti upp á 5.5 í einu af gömlu sovétlýðveldunum og hann orsakaði þónokkuð hrun húsa.
Að lokum langar mig að gefa fréttamönnum smá þumalputtareglu til að nota til að meta hvort jarðskjálfti sé áhugaverður eða ekki:
- Jarðskjálftinn á sér stað þar sem bær/borg er á innan við 60km fjarlægð
- Jarðskjálftinn á sér stað á innan við 60km dýpi
- Jarðskjálftinn er amk. 6 á Richter...þessa tölu má reyndar hækka upp í 7 í löndum sem oft verða fyrir jarðskjálftum því þar eru byggingar byggðar með tilliti til jarðskjálfta.
Auðvitað eru til undantekningar á þessari þumalputtareglu...en hún gefur manni samt góða hugmynd um hvort maður eigi að kíkja nánar eftir honum. Við sem störfum á alþjóðavettvangi við að bregðast við náttúruhamförum notum hana til að ákveða hvort við látum SMSið frá USGS sem við fáum öll í símana okkar eiga sig eða hvort við förum að skoða nánar hvað er að gerast.
Jarðskjálfti í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Þegar neyðin er stærst...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt Gísli. Líkur á flóðbylgju eru nánast engar.
Styrkur jarðskjálfta segir þó ekki nema hálfa söguna. Mælikvarði styrks er á Richterskala og mælir orkulosun í upptökum.
Það er stærðin sem mælir eyðileggingu á yfirborði og þau eru afleiðing af dýpi, berglögum og fleiri þáttum. Þannig var skjálftinn sem lagði borgina Agadir í Marokkó í eyði árið 1960 á 5,5 - 5, 7M. Upptök sjálftans voru mjög grunn, aðeins nokkra kílómetra undir borginni. 15.000 manns létu lífið og 35.000 misstu heimili sín. Litlir skjálftar geta þannig valdið miklum hamförum í mannheimum ef þeir eru grunnt undir þéttbýlum stöðum.
Ásta , 19.11.2008 kl. 21:29
Rétt athugað Ása. Það eru til mörg dæmi um skjálfta sem eru grunnir (<10km) og undir borg (<10km) og eru á bilinu 5.5-6.0 sem orsaka miklar skemmdir. Gott dæmi er jarðskjálftinn í Bam í Íran á öðrum degi jóla 2004 sem lagði þá borg í rúst. Ef ég man rétt var hann 6.0 á Richter.
Gisli Olafsson, 19.11.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.