Færsluflokkur: Tölvur og tækni
2.4.2007 | 13:06
Viðvaranir við flóðbylgjum
Flóðbylgjur eru flókið fyrirbæri og margt sem þarf að hafa í huga þegar fjallað er um þær. Sé litið til þess atburðar sem gerðist í nótt þarf að taka nokkra þætti inn í.
Í fyrsta lagi varð mjög öflugur jarðskjálfti, eða um 8 á Richter, sem skók eyjurnar í tæpar 2 mínútur. Þegar jarðskjálfti af þessari stærðargráðu á sér stað á litlu dýpi (í þessu tilviki um 10 km) þá er ávalt hætta á því að flóðbylgjur geti skollið á. Það hvort flóðbylgjurnar séu miklar í nágreni skjálftaupptaka eins og í þessu tilviki eða hvort þær geti magnast og farið langar leiðir eins og við jarðskjálftan við Súmötru fyrir rúmum tveimur fer eftir aðstæðum.
Í nágreni skjálftaupptakanna, í bænum Gizo, er talið að um 500 hús hafi skemmst. Mörg hver af þessum húsum skemmdust í jarðskjálftanum skjálfum og má leiða líkum að því að fólk hafi verið fast í húsarústunum þegar flóðbylgjan skall á nokkru síðar. Þannig hefur flóðbylgjan hreinsað á haf út þær rústir sem jarðskjálftinn skyldi eftir sig. Á þessu svæði eru hús mörg hver hrörlega byggð úr bambus og öðrum við.
Mjög mikilvægt er að byggja upp vitund meðal fólks sem býr á jarðskjálftasvæðum að leita upp á við þegar öflugir jarðskjálftar finnast. Eins hefur oft verið nefnt það fyrirbæri að vatnið sogast út áður en flóðbylgjan skellur á. Allt eru þetta atriði sem fólk getur lært að meta sjálft og krefst ekki öflugra flóðbylgjuviðvaranakerfa. Dæmi um þetta er að þegar jarðskjálftinn mikli skall á í nágreni Súmötru á annan dag jóla fyrir rúmum tveimur árum þá flúðu frumstæðir íbúar Andaman eyja upp á hæðir og varð því enginn mannskaði á þeim eyjum.
Svona til að gefa fólki smá innsýn í það ferli sem fór í gang við jarðskjálftann þá er hér smá tímaröð (allir tímar GMT - Íslenskur tími):
20:42 Jarðskjálftinn á sér stað
20:52 USGS sendir frá sér upplýsingar um að jarðskjálfti hafi átt sér stað - áætluð stærð 7.7
20:55 Flóðbylgjuviðvörunarstöð Kyrrahafs sendir út viðvörun fyrir Salomons eyjar og PNG
20:56 Flóðbylgjuviðvörunarstöðin í Alaska sendir út viðvörun - strendur USA ekki taldar í hættu
20:58 USGS hækkar styrkleikamat í 7.8
21:08 GDACS sendir út hæsta stigs viðvörun (Red Alert) um jarðskjálfta
21:32 Flóðbylgjuviðvörunarstöð Kyrrahafs sendir út viðvörun fyrir allt Suður Kyrrahaf
23:31 USGS hækkar styrkleikamat í 8.0
04:05 Flóðbylgjuviðvörunum aflétt
05:22 Sérfræðingateymi SÞ (UNDAC) sett í viðbragðsstöðu
Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 04:58
Tala látinna hækkar
Staðfest tala látinna er komin upp í 6 eftir flóðbylgjuna sem skall á Salómonseyjar fyrr í nótt. Fjölmiðlar eru með aðeins hærri tölu eða 8 látna. Samkvæmt fréttum er stærstur hluti þeirra sem lést börn. Um 3000 manns eru einnig talin hafa mist heimili sín.
Salomónseyjar eru smáríki þar sem um 470 þúsund manns búa á yfir 1000 eyjum. Eins og nær má geta eru samskipti á milli eyjanna sem flóðbylgjan skall á ekki með besta móti enn sem komið er og má því reikna með að tala látinna hækki en frekar eftir því sem líður á daginn.
2.4.2007 | 01:40
Viðvörunum afléttt
Búið er að aflétta viðvörunum um flóðbylgjur á nær öllum stöðum. Yfirvöld munu þó fylgjast með framgangi mála næstu klukkutímana.
Sífellt berast frekari fréttir frá Salómonseyjum. Þar virðist sem flóðbylgjan hafi verið um mannhæðarhá og rifið með sér fólk og hús sem urðu fyrir henni. Enn er fjölda fólks saknað en um 9 manns hafa fundist látnir.
2.4.2007 | 01:21
Flóðbylgja skellur á Salómonseyjum.
Enn er óljóst hversu margir hafa látist eftir að flóðbylgja skall á vesturhluta Salómonseyja. Um 5 metra há flóðbylgja skall á nokkrum eyja í þessum eyjaklasa og eru tilkynningar um að flóðbylgjan hafi farið allt að 200 metra upp á land.
Samskipti við eyjurnar sem flóðbylgjan skall á eru mjög slitrótt og má því búast við að tala látinna og slasaðar muni hækka þegar fram líður.
Jarðskjálftinn var 8.0 á Richter og átti upptök sín á 10 km dýpi um 43 km frá bænum Gizo þar sem um 60 hús eru sögð hafa hrunið. Bæjarbúar höfðu einungis nokkrar mínútur til þess að forða sér eftir að jarðskjálftinn skók allt og þar til flóðbylgjan skall á. Jarðskjálftinn sjálfur er sagður hafa staðið í um 2 mínútur.
Viðbragðsaðilar innan SÞ og ýmissa landa fylgjast með og beðið er nákvæmari upplýsinga.
Öflugur jarðskjálfti og flóðbylgja á Salómonseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2007 | 08:39
Fjöldi látinna hækkar enn
Samkvæmt nýjustu tölum hefur fjöldi látinna nú hækkað í 70 og enn fleiri slasaðir eru að koma á spítala sem þegar eru yfirfullir. Skólar, bankar og önnur hús hrundu til grunna ásamt fjölda heimila. Mjög lélegt samband er við skaðasvæðið þar sem allar símalínur slitnuðu.
Sameinuðu ÞJóðirnar og alþjóðasveitir bíða nú eftir ákvörðun frá stjórnvöldum í Indónesíu um hvort óskað verður eftir alþjóðlegri aðstoð. Sérfræðingahópur SÞ í áfallastjórnun (UNDAC) hefur verið sett í viðbragðsstöðu, þar á meðal þeir Íslendingar sem í þeim hóp eru.
Yfir 70 látnir eftir jarðskjálfta á Súmötru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 06:56
Jarðskjálfti í Indónesíu
Samkvæmt nýjustu fréttum hafa 9 manns látist og hundruðir húsa eru hrunin á Súmötru, einni eyjanna í Indónesíu. Jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 10:39 að morgni að staðartíma. Upptök skjálftans voru í um 33 kílómetra dýpi á svæði þar sem um 2 milljónir manna búa.
Búast má við að tölur um látna og slasaða hækki á næstu klukkutímum þegar nánari fréttir fara að berast af ástandinu. Stofnanir SÞ og alþjóðarústabjörgunarsveitir um allan heim fylgjast náið með ástandinu.
Níu létust í jarðskjálfta á Súmötru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2007 | 18:13
Stórir skjálftar og flóðbylgjur við Kúril Eyjar
Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem jarðskjálfti af þessari stærð á sér stað sunnan við Kúril eyjaklasann sem er á norðanverðu Kyrrahafi. Jarðskjálfti af svipaðri stærð átti sér stað þarna í Nóvember.
Skjálftar af þessari stærðargráðu geta valdið skemmdum í allt að 100-200km radíus frá upptökunum. Sem betur fer átti jarðskjálftin sér stað á hafi úti fjarri byggðum bólum. Skemmdir af völdum jarðskjálftans sjálfs voru því engar. Það sem menn óttast hins vegar þegar svona stórir skjálftar eiga sér stað er að flóðbylgja (e: tsunami) myndist. Þetta á sér í lagi við um þegar upptök skjálftans eru á litlu dýpi eins og raunin var í nótt (hann var á 10km dýpi).
Fyrstu tilkynningar um skjálftan bárust um 20 mínútum eftir upptök hans eða um korter í fimm í morgun. Þetta voru sjálfvirkar tilkynningar frá mælikerfum þeirra stofnanna sem fylgjast með jarðskjálftum um allan heim. Upphaflegur styrkur jarðskjálftans var áætlaður 7.7 á Richter, en einni og hálfri klukkustund síðar höfðu jarðfræðingar hjá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS) og Jarðskjálftastofnun Evrópu við Miðjarðarhaf (EMSC) yfirfarið gögnin og var styrkurinn þá skilgreindur 8.2 á Richter.
Klukkan 04:50, eða um 27 mínútum eftir að jarðskjálftinn átti sér stað fóru í gang sjálfvirk viðvörunarkerfi um flóðbylgjur sem Hafrannsóknunarstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sendu viðvörun um mögulega flóðbylgju til umsjónamanna almannavarna á svæðinu. Nokkrum mínútum seinna barst viðvörun frá Veðurfræðistofu Japans. Það kemur ekki á óvart að Japanir settu strandhéröð sín í viðbragðsstöðu og skipuðu fólki sem býr við ströndina að hörfa til hærri staða. Japan er nefnilega það land sem fyrst fær flóðbylgjur frá jarðskjálftum sem eiga uppruna sinn suður af Kúrileyjaklasanum.
Þetta sést ágætlega á meðfylgjandi mynd sem sýnir hversu langan tíma það tekur flóðbylgju með upptök þar sem skjálftinn átti sér stað í morgun að dreifa sér um Kyrrahafið.
Þarna sést einnig hvaða lönd geta reiknað með að verða fyrir áhrifum flóðbylgjunnar.
Miðað við stærð, staðsetningu og dýpi skjálftans gerðu sérfræðingar ráð fyrir að flóðbylgjan yrði á bilinu 1-2 metrar þegar hún lennti á Japan. Til samanburðar hefur verið talað um að flóðbylgjan mikla sem skall á annan dag jóla fyrir tveimur árum hafi verið allt að 5 metrar á hæð.
Sem betur fer fór betur en á horfiðst í þetta skipti. Flóðbylgjan sem skall á Japan mældist einungis um 10cm á hæð. Stærsta bylgjan lennti síðan nokkrum klukkustundum seinna á ströndum Alaska en þar var hún einungis um 32cm á hæð.
Það var því um 7:40 að íslenskum tíma í morgun að viðvörunum og viðbrögðum vegna mögulegrar flóðbylgju í kjölfar skjálftans hætt.
Óttuðust flóðbylgju um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 14.1.2007 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þegar neyðin er stærst...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar