2.4.2007 | 13:06
Viðvaranir við flóðbylgjum
Flóðbylgjur eru flókið fyrirbæri og margt sem þarf að hafa í huga þegar fjallað er um þær. Sé litið til þess atburðar sem gerðist í nótt þarf að taka nokkra þætti inn í.
Í fyrsta lagi varð mjög öflugur jarðskjálfti, eða um 8 á Richter, sem skók eyjurnar í tæpar 2 mínútur. Þegar jarðskjálfti af þessari stærðargráðu á sér stað á litlu dýpi (í þessu tilviki um 10 km) þá er ávalt hætta á því að flóðbylgjur geti skollið á. Það hvort flóðbylgjurnar séu miklar í nágreni skjálftaupptaka eins og í þessu tilviki eða hvort þær geti magnast og farið langar leiðir eins og við jarðskjálftan við Súmötru fyrir rúmum tveimur fer eftir aðstæðum.
Í nágreni skjálftaupptakanna, í bænum Gizo, er talið að um 500 hús hafi skemmst. Mörg hver af þessum húsum skemmdust í jarðskjálftanum skjálfum og má leiða líkum að því að fólk hafi verið fast í húsarústunum þegar flóðbylgjan skall á nokkru síðar. Þannig hefur flóðbylgjan hreinsað á haf út þær rústir sem jarðskjálftinn skyldi eftir sig. Á þessu svæði eru hús mörg hver hrörlega byggð úr bambus og öðrum við.
Mjög mikilvægt er að byggja upp vitund meðal fólks sem býr á jarðskjálftasvæðum að leita upp á við þegar öflugir jarðskjálftar finnast. Eins hefur oft verið nefnt það fyrirbæri að vatnið sogast út áður en flóðbylgjan skellur á. Allt eru þetta atriði sem fólk getur lært að meta sjálft og krefst ekki öflugra flóðbylgjuviðvaranakerfa. Dæmi um þetta er að þegar jarðskjálftinn mikli skall á í nágreni Súmötru á annan dag jóla fyrir rúmum tveimur árum þá flúðu frumstæðir íbúar Andaman eyja upp á hæðir og varð því enginn mannskaði á þeim eyjum.
Svona til að gefa fólki smá innsýn í það ferli sem fór í gang við jarðskjálftann þá er hér smá tímaröð (allir tímar GMT - Íslenskur tími):
20:42 Jarðskjálftinn á sér stað
20:52 USGS sendir frá sér upplýsingar um að jarðskjálfti hafi átt sér stað - áætluð stærð 7.7
20:55 Flóðbylgjuviðvörunarstöð Kyrrahafs sendir út viðvörun fyrir Salomons eyjar og PNG
20:56 Flóðbylgjuviðvörunarstöðin í Alaska sendir út viðvörun - strendur USA ekki taldar í hættu
20:58 USGS hækkar styrkleikamat í 7.8
21:08 GDACS sendir út hæsta stigs viðvörun (Red Alert) um jarðskjálfta
21:32 Flóðbylgjuviðvörunarstöð Kyrrahafs sendir út viðvörun fyrir allt Suður Kyrrahaf
23:31 USGS hækkar styrkleikamat í 8.0
04:05 Flóðbylgjuviðvörunum aflétt
05:22 Sérfræðingateymi SÞ (UNDAC) sett í viðbragðsstöðu
Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Um bloggið
Þegar neyðin er stærst...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.