10.9.2007 | 19:54
Annað skipti sem þessi tækni er notuð
Þetta er í annað skiptið sem þessi fyrirtæki aðstoða við að leita að týndum einstakling með því að nota þessa tækni. Fyrsta skiptið var í febrúar síðastliðnum þegar þekktur tölvunarfræðingur að nafni Jim Gray hvarf á skútu sinni sem hann sigldi út frá höfninni í San Fransisco. Jim var mjög virtur innan tölvugeirans, enda er hann talinn höfundur tækni sem liggur á bakvið hraðbanka og stórra gagnagrunna eins og þeirra sem notaðir eru í Google Earth og Amazon.
Sem leitarstjórnandi er áhugavert að sjá hvernig verið er að nýta tæknina til þess að framkvæma jafn flókna hluti eins og að leita að lítilli flugvél á stóru svæði. Það er einnig gaman að sjá hvernig stórfyrirtæki eru tilbúin að lána búnað sinn í svona leitir. Spurningin er bara hvenær þetta verður hægt við almennar leitir en ekki bara leitir að þekktum einstaklingum.
Leitað að Steve Fossett með aðstoð Google Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Þegar neyðin er stærst...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.