Þennan dag fyrir 6 árum - jarðskjálfti upp á 7.6 í El Salvador

Leitarstarf í El SalvadorÞann 13. janúar 2001 skók jarðskjálfti upp á 7.6 á Richter El Salvador og Guatemala. Upptök jarðskjálftans var um 100 km SV af San Salvador, höfuðborg Guatemala. Jarðskjálftinn varði í um 40 sekúndur og fannst í mest allri mið-Ameríku.

Jarðskjálftinn átti sér stað kl. 17:35 að íslenskum tíma eða 11:35 að staðartíma. Í fyrstu voru fréttir af jarðskjálftanum mjög óljósar og umfang hans ekki þekkt. Eftir því sem leið á daginn fóru að berast fréttir um hrundar byggingar og miklar aurskriður.

Fjölmörg ríki hófu því að undirbúa að senda rústabjörgunarsveitir á vettvang. Þess á meðal var Ísland, sem setti Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitina í viðbragðsstöðu. Rústabjörgunarteymi frá Kólumbíu, Guatemala, Hondúras, Frakklandi, Mexíkó, Panama, Spán, Tyrklandi og Venúsuela fóru á vettvang. Sameinuðu Þjóðirnar virkjuðu einnig allar sínar stofnanir á svæðinu og eins var sendur hópur sérfræðinga til þess að samhæfa aðgerðir alþjóðasamfélagsins á vettvangi.

Aurskriða í El SalvadorEftir að hafa haft samráð við SÞ og önnur lönd var ákveðið að bjóða ekki fram Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitina í þetta sinn, þar sem sá tími sem tæki að koma henni á vettvang væri það langur að leitarstarf yrði að öllum líkindum að ljúka þegar hún kæmist á leiðarenda. Þetta reyndist hárrétt ákvörðun, því strax þann 15. janúar komu skilaboð frá El Salvador um að ekki væri þörf á fleiri alþjóðlegum sveitum. Ein helsta ástæða þess að leitarferlið var svona stutt var sú að flestir sem létust höfðu lennt í aurskriðum. Aurskriðurnar voru mjög þéttar og því lítið um súrefni í þeim. Síðasta manneskjan sem fannst á lífi eftir skjálftann fannst einmitt að morgni 15. janúar.

Þegar hreinsunarstarfi lauk voru alls 844 manns látnir, tæplega 3 þúsund slasaðir og rúmlega 1 milljón manns sem á einn eða annan hátt varð fyrir áhrifum af jarðskjálftunum. Mánuði seinna reið 20 sekúnda langur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter yfir sama svæði. 315 manns létust í þeim skjálfta.

El Salvador er ekki óvant því að fá sterka jarðskjálfta. Þeir koma að meðaltali á 20-30 ára fresti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband