Styddu gott málefni þegar þú leitar á netinu

9. milljón barna eru flóttamennÍ heiminum eru 9 milljón börn flóttamenn. Flest þeirra búa við bágbornar aðstæður.

Nú getur þú á einfaldan hátt stutt það starf sem unnið er til að veita þessum börnum betri lífskjör. Það eina sem þú þarft að gera er að nota hina nýju leitarvél Microsoft þegar þú leitar að upplýsingum á netinu.

Þetta er allt mjög einfallt í notkun. Þú einfaldlega ferð á slóðina http://click4thecause.live.com/Search/Charity/Default.aspx og framkvæmir allar leitir þínar þaðan.

Fyrir hverja leit sem þú framkvæmir á þessari síðu þá mun Microsoft gefa pening til samtakana Nine Million sem eru regnhlífarsamtök á vegum Sameinuðu Þjóðana sem einblína á börn sem eru flóttamenn.

Að sjálfsögðu er þetta leið til þess að fá fólk til að prófa nýju leitarvélina hjá Microsoft, en það er þó ansi gott að geta stutt gott málefni á meðan maður prófar sig áfram.


Þennan dag fyrir 6 árum - jarðskjálfti upp á 7.6 í El Salvador

Leitarstarf í El SalvadorÞann 13. janúar 2001 skók jarðskjálfti upp á 7.6 á Richter El Salvador og Guatemala. Upptök jarðskjálftans var um 100 km SV af San Salvador, höfuðborg Guatemala. Jarðskjálftinn varði í um 40 sekúndur og fannst í mest allri mið-Ameríku.

Jarðskjálftinn átti sér stað kl. 17:35 að íslenskum tíma eða 11:35 að staðartíma. Í fyrstu voru fréttir af jarðskjálftanum mjög óljósar og umfang hans ekki þekkt. Eftir því sem leið á daginn fóru að berast fréttir um hrundar byggingar og miklar aurskriður.

Fjölmörg ríki hófu því að undirbúa að senda rústabjörgunarsveitir á vettvang. Þess á meðal var Ísland, sem setti Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitina í viðbragðsstöðu. Rústabjörgunarteymi frá Kólumbíu, Guatemala, Hondúras, Frakklandi, Mexíkó, Panama, Spán, Tyrklandi og Venúsuela fóru á vettvang. Sameinuðu Þjóðirnar virkjuðu einnig allar sínar stofnanir á svæðinu og eins var sendur hópur sérfræðinga til þess að samhæfa aðgerðir alþjóðasamfélagsins á vettvangi.

Aurskriða í El SalvadorEftir að hafa haft samráð við SÞ og önnur lönd var ákveðið að bjóða ekki fram Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitina í þetta sinn, þar sem sá tími sem tæki að koma henni á vettvang væri það langur að leitarstarf yrði að öllum líkindum að ljúka þegar hún kæmist á leiðarenda. Þetta reyndist hárrétt ákvörðun, því strax þann 15. janúar komu skilaboð frá El Salvador um að ekki væri þörf á fleiri alþjóðlegum sveitum. Ein helsta ástæða þess að leitarferlið var svona stutt var sú að flestir sem létust höfðu lennt í aurskriðum. Aurskriðurnar voru mjög þéttar og því lítið um súrefni í þeim. Síðasta manneskjan sem fannst á lífi eftir skjálftann fannst einmitt að morgni 15. janúar.

Þegar hreinsunarstarfi lauk voru alls 844 manns látnir, tæplega 3 þúsund slasaðir og rúmlega 1 milljón manns sem á einn eða annan hátt varð fyrir áhrifum af jarðskjálftunum. Mánuði seinna reið 20 sekúnda langur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter yfir sama svæði. 315 manns létust í þeim skjálfta.

El Salvador er ekki óvant því að fá sterka jarðskjálfta. Þeir koma að meðaltali á 20-30 ára fresti.


Stórir skjálftar og flóðbylgjur við Kúril Eyjar

Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem jarðskjálfti af þessari stærð á sér stað sunnan við Kúril eyjaklasann sem er á norðanverðu Kyrrahafi. Jarðskjálfti af svipaðri stærð átti sér stað þarna í Nóvember.

Skjálftar af þessari stærðargráðu geta valdið skemmdum í allt að 100-200km radíus frá upptökunum. Sem betur fer átti jarðskjálftin sér stað á hafi úti fjarri byggðum bólum. Skemmdir af völdum jarðskjálftans sjálfs voru því engar. Það sem menn óttast hins vegar þegar svona stórir skjálftar eiga sér stað er að flóðbylgja (e: tsunami) myndist. Þetta á sér í lagi við um þegar upptök skjálftans eru á litlu dýpi eins og raunin var í nótt (hann var á 10km dýpi).

Fyrstu tilkynningar um skjálftan bárust um 20 mínútum eftir upptök hans eða um korter í fimm í morgun. Þetta voru sjálfvirkar tilkynningar frá mælikerfum þeirra stofnanna sem fylgjast með jarðskjálftum um allan heim. Upphaflegur styrkur jarðskjálftans var áætlaður 7.7 á Richter, en einni og hálfri klukkustund síðar höfðu jarðfræðingar hjá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS) og Jarðskjálftastofnun Evrópu við Miðjarðarhaf (EMSC) yfirfarið gögnin og var styrkurinn þá skilgreindur 8.2 á Richter.

Klukkan 04:50, eða um 27 mínútum eftir að jarðskjálftinn átti sér stað fóru í gang sjálfvirk viðvörunarkerfi um flóðbylgjur sem Hafrannsóknunarstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sendu viðvörun um mögulega flóðbylgju til umsjónamanna almannavarna á svæðinu. Nokkrum mínútum seinna barst viðvörun frá Veðurfræðistofu Japans. Það kemur ekki á óvart að Japanir settu strandhéröð sín í viðbragðsstöðu og skipuðu fólki sem býr við ströndina að hörfa til hærri staða. Japan er nefnilega það land sem fyrst fær flóðbylgjur frá jarðskjálftum sem eiga uppruna sinn suður af Kúrileyjaklasanum.

Tími sem tekur flóðbylgju að dreifa sér

Þetta sést ágætlega á meðfylgjandi mynd sem sýnir hversu langan tíma það tekur flóðbylgju með upptök þar sem skjálftinn átti sér stað í morgun að dreifa sér um Kyrrahafið.

Þarna sést einnig hvaða lönd geta reiknað með að verða fyrir áhrifum flóðbylgjunnar.

Miðað við stærð, staðsetningu og dýpi skjálftans gerðu sérfræðingar ráð fyrir að flóðbylgjan yrði á bilinu 1-2 metrar þegar hún lennti á Japan. Til samanburðar hefur verið talað um að flóðbylgjan mikla sem skall á annan dag jóla fyrir tveimur árum hafi verið allt að 5 metrar á hæð.

Sem betur fer fór betur en á horfiðst í þetta skipti. Flóðbylgjan sem skall á Japan mældist einungis um 10cm á hæð. Stærsta bylgjan lennti síðan nokkrum klukkustundum seinna á ströndum Alaska en þar var hún einungis um 32cm á hæð.

Það var því um 7:40 að íslenskum tíma í morgun að viðvörunum og viðbrögðum vegna mögulegrar flóðbylgju í kjölfar skjálftans hætt.

 


mbl.is Óttuðust flóðbylgju um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Þegar neyðin er stærst...

Hér verður fjallað um ýmislegt sem tengist náttúruhamförum og ýmsum björgunaraðgerðum.

Höfundur

Gisli Olafsson
Gisli Olafsson
Gísli hefur unnið í tölvugeiranum í 25 ár fyrir ýmis fyrirtæki hérlendis og erlendis. Núna vinnur Gísli hjá alþjóðadeild Microsoft við að aðstoða alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Rauða Krossinn, og Alþjóðabankann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamförum. Í sínum frítíma er Gísli meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands í sérfræðingateymi SÞ sem samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórum hamförum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • VirtualEarth sample
  • Microsoft DART 064
  • Microsoft DART 048
  • Microsoft DART 041
  • Microsoft DART 037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband